Skilmálar heimasíðuleiks SUBWAY® á Íslandi – Stjarnan ehf.

 • Stjarnan ehf. býður upp á leik sem er opinn öllum með lögheimili á Íslandi, að undanskildum starfsmönnum Subway.
 • Leikurinn byrjar 31.mars 2015 og endar 6.maí 2015. Subway hefur leyfi til að breyta tímabili leiksins ef þess telst þörf.
 • Með því að skrá sig til leiks þá er sá sami að gefa SUBWAY® leyfi til að senda markpóst á netfangið sem gefið var upp og einnig samþykkja að netfangið sé notað í öll markaðstól sem Facebook býður upp á.
 • Subway hefur ekki leyfi til að gefa þriðja aðila aðgang að þeim upplýsingum sem safnað verður um þátttakendur í leiknum.

HVERNIG SKAL TAKA ÞÁTT

 • Til að taka þátt þarf að skrá sig til leiks með því að fylla út formið á heimasíðu Subway á Íslandi. Nauðsynlegt er að svara öllum spurningunum til að teljast sem virkur þátttakendi. Ýta þarf á takkann „skrá mig“ til að skráning teljist sem gild.
 • Ekki er leyfilegt að skrá sig eða sömu manneskjuna tvisvar.
 • Ekki er leyfilegt að skrá aðra í leikinn án þeirra samþykkis.

HVERNIG VINNINGSHAFI ER VALINN

 • Sigurvegarar verða dregnir að handahófi úr excel.
 • Líkurnar á að vinna leikinn fer eftir því hversu margir taka þátt í leiknum.

VINNINGAR

 • Í aðalvinning verða Samsung Galaxy 6 og Iphone 6. Einnig verða aðrir minni vinningar í boði frá Subway en þeir munu ákvarðast af fjölda þátttakenda.
 • Fleiri vinningar gætu bæst við, en þeim mun ekki fækka.
 • Ef vinningar eru ekki sóttir innan tveggja mánaða frá loka dagsetningu leiks þá ógildist drátturinn og mun vera dregið aftur í leiknum.
 • Ekki er í boði að breyta vinningnum eða gefa hann til þriðja aðila. Nema með samþykki Subway á Íslandi.

TILKYNNINNG TIL VINNINGSHAFA

 • Haft verður samand við vinningshafa í gegnum netfangið sem hann/hún gaf upp í leiknum. Ef engin vafi leikur á hver sé sigurvegarinn og erfitt reynist að ná í hann, munum við leitast eftir öðrum leiðum til að tilkynna þeim sama um sigurinn.
 • Með því að vinna í leiknum og samþykkja vinninginn, gefur aðilinn Subway leyfi til að birta fullt nafn sitt á heimsíðu Subway og Facebook síðu Subway á Íslandi.
 • Ef Sigurvegarinn gaf upp rangt netfang eða persónuupplýsingar sem leiða að því að ekki sé hægt að ná í vinningshafann þá ógildist sigurinn.
 • Sami aðilinn getur ekki unnið tvisvar sinnum í leiknum.

ANNAÐ

 • Subway gefur sér leyfi til að breyta þessum reglum ef þörf þykir.
 • Þegar að vinningurinn hefur verið afhentur tekur Subway ekki ábyrgð á honum. Þá gildir hin venjulega framleiðsluábyrgð.
 • Við þennan leik gilda íslensk lög. Ef ósætti kemur upp, skal það vera leyst í íslenskum dómstólum.
Um Subway

framúrskrandi

SUBWAY® er alþjóðleg keðja með yfir 40 þúsund veitingastaði í rúmlega 100 löndum. Stjarnan ehf. rekur 23 Subway veitingastaði á Íslandi sem staðsettir eru víða um land. 

Hafa samband

Stjarnan ehf.
Suðurlandsbraut 46
108 Reykjavík
Ísland

Sími skrifstofu: 530 7000
Afgreiðslutími skrifstofu er virka daga 8:30 til 16:30 
subway@subway.is


2014 Stjarnan ehf. - allur réttur áskilinn